Xadd hugbúnaður

Microsoft Excel sniðmát

Viðmót notanda er í viðmóti þess kerfis sem tengt er við kerfið eða Microsoft Excel og nýtir þar með alla kosti þesa vinsæla forrits en gögn eru vistuð miðlægt í gagnagrunni. Settur er upp hugbúnaður á tölvu sem er með Excel og þá bætist við tækjaslá og þar er vísun skilgreind í gagnagrunn.

Miðlægur gagnagrunnur

Kerfið byggir á Microsoft SQL gagnagrunni sem heldur utan um skráningar gagna og aðgangsstýringar. Einnig er fullkomin útgáfustýring og tengingar  fyrir skýrslugerðarhugbúnað eins og PowerBI, Tableau, Qlik ásamt tengingu við verkbeiðnakerfi eins og JIRA og Miicrosoft Office 365.

Gagnagreining

Með því að vista gögn miðlægt í gagnagrunni er þar með mjög einfalt að draga saman niðurstöður þvert á gögn, veita hagsmunaaðilum aðgang að mikilvægum upplýsingum. Þá er gagnaöryggi tryggt með því að viðhalda viðkvæmum upplýsingum miðlægt á einum stað. 

Formenn hafa útfært margskonar lausnir sem hægt er að nota og hér að neðan eru nokkur dæmi um útfærslur sem til eru.

Hugbúnaðurinn

Xadd Admin
Notendaviðmót eru annars vegar kerfisumsjónartól þar sem aðgangur að gögnum er veittur, umsýsla á útgáfustýringu gagna og færsla gangna á milli sviða/deilda (segments). Þá er einnig hægt að útbúa eigin Excel sniðmát í þessu viðmóti en þá í Enterprise útgáfu.

Xadd Ribbon
Notendaviðmót er tækjaslá sem bætist við í Microsoft Excel og með því að opna skjal sem hannað hefur verið til að tengjast gagnagrunninum þá er þeirri tengingu komið á með Xadd Ribbon.

Dæmi um gagnagreiningu fyrir áhættumælaborð

Stjórnendaupplýsingar

Mikilvægt er að hægt sé að hafa heilstæða yfirsýn yfir helstu áhættuþætti og þannig hafa möguleika á að greina gögn þvert á deildir, eftir tegund, fyrir tiltekin tímabil o.s.frv.

Með því að halda utan up gögn í miðlægum gagnagrunni er mun auðveldara að draga fram myndræna framsetningu og stýra aðgangi að mælaborði og með því gefa ábyrgðaraðilum greiðan aðgang að mikilvægum upplýsingum. Þar að auki verður auðveldara að tryggja að gögn sem unnið er með séu rétt, samræmd og þannig viðhafa gott eftirlit í starfseminni.

Hafðu samband við okkur

Ef þú vilt frekari upplýsingar um hvaða þjónustu er hægt að nálgast hjá okkur eða heyra í okkur ekki hika við að hafa samband. Einnig er hægt að hafa beint samband við ráðgjafa okkar.