Mads Peter Høj Lauridsen - Ráðgjafi (Senior Consultant)

Mads Peter Høj Lauridsen, ráðgjafi (Senior Consultant)Mads er viðskiptafræðingur með mastersgráðu í alþjóðaviðskiptafræði frá Aarhus, Dannmörku. Hefur áralanga reynslu af áhættustjórnun (ERM) sem byggir á COSO aðferðafræði. Mads starfaði sem tengiliður áhættustýringar (risk manager) hjá stóru dönsku fyrirtæki á sviði raforkudreifingar þar sem áhersla var lögð á strategíska-og verkefnaáhættu, útfærslu reglna, þjálfun innan fyrirtækisins og útfærslu stjórnendaupplýsinga til stjórnenda og stjórnar.

Mads hefur starfað sem ráðgjafi með Landsvirkjun við útfærslu og innleiðingu á verklagi og framkvæmd áhættumats. Mads er með gráðu í áhættustjórnun Management of Risk foundation (MoR™) og er virkur þáttakandi í faghópum og sótt fjölmörg námskeið á þessu sviði.

Þar að auki hefur Mads Prince2 gráðu í verkefnastjórnun og hefur einnig töluverða reynslu á að stýra verkefnum byggt á þessari aðferðafræði. Mads starfar nú sem ráðgjafi hjá Formönnum á sviði áhættustjórnunar.

Hafðu samband við okkur

Ef þú vilt frekari upplýsingar um hvaða þjónustu er hægt að nálgast hjá okkur eða heyra í okkur ekki hika við að hafa samband. Einnig er hægt að hafa beint samband við ráðgjafa okkar.