Högun upplýsingakerfa

Notendaviðmót

Viðmót notenda þarf að vera sveigjanlegt og á sama tíma öruggt. Þá er mikilvægt að stýra innleiðingu viðbóta til að afstýra hættu á gagnatapi, miklum kostnaði og jafnvel stöðvun mikilvægra kerfa og þar með aðgang að upplýsingum.

Kerfishögun

Kerfishögun þarf að taka mið af ytra regluverki en á sama tíma einnig að tryggja stöðuleika, sveigjanleika, og að hugað sé vel að gangverki og samþættingu mikilvægra upplýsingakerfa.

Rekstur

Að mörgu þarf að huga við rekstur kerfa, sé í lagi með tilkomu skýjalausna sem kalla enn frekar á skilvik og öguð vinnubrögð. Ein helsta áskorun við rekstur kerfa er að tryggja öryggi og viðeigandi vernd upplýsinga sem og þeirra tækja sem notuð eru.

Ráðgjafar Formanna aðstoða við greiningu á rekstrarfyrirkomulagi og aðstoða við mótun stefnu í upplýsingatækni. Meðal þess sem huga þarf að er rekstrarkostnaður, skipulag og stjórnun, öryggismál og ytra regluverk.

Samningar sem gerðir eru við framleiðendur hugbúnaðar og kerfa geta verið flóknir og jafnvel leitt til þess að verið sé að greiða fyrir þjónustu og/eða hugbúnað sem er ekki nauðsynlegt að hafa aðgang að.

Leitaðu til okkar við:

– Óháða úttekt á núverandi rekstrarfyrirkomulagi
– Mótun stefnu í upplýsingatækni
– Útfærslu á kerfislíkani
– Kynningu og/þjálfun starfsmanna

Hafðu samband við okkur

Ef þú vilt frekari upplýsingar um hvaða þjónustu er hægt að nálgast hjá okkur eða heyra í okkur ekki hika við að hafa samband. Einnig er hægt að hafa beint samband við ráðgjafa okkar.