Þrjár megin stoðir áhættustjórnunar

Áhættustjórnun

Hlutverk áhættustjórnunar er að hafa yfirumsjón með virkni áhættustjónunarkerfisins og tryggja samþættingu upplýsinga og miðlun þeirra til hagsmunaaðila.

Áhættumat

Framkvæmd áhættumats tekur mið af skipulagi áhættustýringar og er ætlað að halda utan um áhættuskrá og framkvæma áhættumat miðað við stefnur og strauma í starfseminni.

Reglubundið eftirlit

Úttektir og daglegt eftirlit sér til þess að viðeigandi upplýsingar séu nýttar við framkvæmd áhættumats og einnig til að samræma verklag og stuðla að bættri áhættuvitund.

Samhæfð aðferðafræði er mikilvæg til að hægt sé að ná fram heildstæðri sýn á áhættu. Hægt er að nota aðferðafræði Formenna við áhættumat óháð tegund áhættu. Skilgreining og vöktun lykilstýringa styðja við betri stjórnun. Til að ná fram betri skilning og aukinni áhættuvitund er miklvægt að aðferðafræði við mat áhættu sé samræmd.

Skilvirk útfærsla á stjórnunarkerfi um áhættumat skilar árangri. Huga þarf að mörgum þáttum til að viðfangsefni eins og þetta verði til þess að auka vitund um áhættu, að ábyrgðaraðilar hafi góðar upplýsingar til að taka upplýstar, skynsamlegar ákvarðanir.

Aðferðafræði Formanna byggir á alþjóðlega viðurkenndum stöðlum og þá aðallega ISO 31000 Risk Management Principles and Guidelines, ISO 27005 Information Security Risk Management og ISO 27001 Information technology – Security techniques – Information security management systems – Requirements.

Meðal þess sem huga þarf að er útfærsla á áhættusniði fyrirtækisins og skilgreiningu áhættuviðmiða sem taka mið meðal annars af reiknaðri tapsáhættu. Þá er misjafnt hvaða tegund áhættu á við því starfssemi aðila er mjög misjöfn og þá einnig hvaða þolmörk eru fyrir áhættu.

Innra eftirlit er ein af stoðum áhættustýringar. Halda þarf til haga niðurstöðu úttekta sem framkvæmdar eru af ólíkum aðilum, með ólíkum aðferðafræðum og þá getur verið flókið að meta hvort ábendingar séu til þess fallnar að hafa áhrif á áhættu í starfseminni.

Ráðgjafar Formanna aðstoða við uppbyggingu áhættustjórnunar og við útfærslu stjórnskipulags með skýra tengingu við markmið og stefnu.

Á mynd hér fyrir neðan er yfirlit yfir helstu upplýsingar sem tengjast meginverðverðmæti. Þá er mikilvægt, að hægt sé með auðveldum hætti hafa góða yfirsýn og stjórn á þeim upplýsingum sem haldið eru utan um.

Byggir aðferðafræði Formanna á því að halda utan um skráningu fyrir megin- og stuðningsverðmæti og fylgni við lög og reglur, áhættumat, úttektir og eftirlit, atvika- og vinnsluskrá sem er tengd við áhættuskrá.

Áhættumælaborð

Heildar yfirlit áhættuskrár

Mikilvægt er að hægt sé að hafa heilstæða yfirsýn yfir helstu áhættuþætti og þannig forgangsraða aðgerðum sem geta verið til þess að draga úr áhættu. Þá kann einnig að vera tækifæri til þess að taka áhættu t.d. ef ávinningur meiri en aðgerðir til að lækka áhættu.

Með því að halda utan up gögn í miðlægum gagnagrunni er mun auðveldara að draga fram myndræna framsetningu og stýra aðgangi að mælaborði og með því gefa ábyrgðaraðilum greiðan aðgang að mikilvægum upplýsingum. Þar að auki verður auðveldara að tryggja að gögn sem unnið er með séu rétt, samræmd og þannig viðhafa gott eftirlit í starfseminni.

Hafðu samband við okkur

Ef þú vilt frekari upplýsingar um hvaða þjónustu er hægt að nálgast hjá okkur eða heyra í okkur ekki hika við að hafa samband. Einnig er hægt að hafa beint samband við ráðgjafa okkar.